SILICA HOTEL
Eðalferð með Önnu Eiríks í töfrandi umhverfi
Nú er kjörið að búa sig undir veturinn með því að endurnærast á líkama og sál í góðum og gefandi félagsskap. Í þessari einstöku kvennaferð er áhersla lögð á heilsu, hreyfingu, hollt mataræði og slökun.
Ferðin fer fram 7.-9. janúar 2022.
Innifalið í ferðinni er:
Gisting á Silica hótelinu í tvær nætur í Deluxe herbergi
Ótakmarkaður aðgangur að einkalóni Silica hótelsins
Daglegar æfingar með Önnu Eiríks
Næringarríkt og heilsusamlegt mataræði á Silica hótelinu
Kvöldverður á Lava Restaurant
Hádegisverður á Spa Restaurant í Retreat Spa
5 klst. aðgangur að Retreat Spa
Slökun í einkalóni Silica hótelsins
Ganga í nágrenni Bláa Lónsins
Hugleiðsla
Húðvörugjöf og kynning
Ferðin verður leidd af Önnu Eiríks, sem hefur yfir 20 ára reynslu af þjálfun kvenna og kennslu hóptíma.
Þátttakendum gefst kostur á að bæta við slökunanuddi í vatni eða floti á meðan á dvöl stendur gegn aukagjaldi.
Verð: 149.000 kr. á mann
Skráning er aðeins gild þegar að öll ferðin hefur verið greidd.
Skráning
Anna Eiríks
Hreyfing og heilsa hefur verið Önnu hugleikin frá unga aldri. Hún er með kennararéttindi með sérþekkingu á íþróttum og hefur starfað sem deildarstjóri hópatíma sem og þjálfari hjá Hreyfingu í fjöldamörg ár. Tímarnir hennar Önnu einkennast af gleði, jákvæðni og fjölbreytni.
Eðalferð með Önnu Eiríks
Nánari upplýsingar um ferðina
Silica hótel
Þátttakendur fá aðgang að einkalóni Silica hótelsins, en þar er einstakt að láta daginn og þreytuna líða úr sér.
Retreat Spa
Þú upplifir sannkallaðan lúxus í Retreat Spa heilsulindinni. Þáttakendur fá m.a. aðgang að einkaklefum, einkalóni Retreat, gufu, eimbaði og slökunarherbergi við arineld.
Meðferðir
Þátttakendur fá tækifæri til að slaka á í einstökum jarðsjó Bláa Lónsins og geta keypt meðferðir í vatni á meðan á dvöl í Retreat Spa stendur.
Veitingar
Innifalið í ferðinni er morgunverður, hádegisverður, millimál og kvöldverður á veitingastöðum Bláa Lónsins sem og hressing fyrir svefninn.
Dagskrá ferðarinnar
Hér getur þú kynnt þér dagskrá hvers dags fyrir sig.
Skráning
Hér getur þú sent okkur fyrirspurn og/eða skráð þig í Eðalferð Önnu Eiríks á Silica hótel, Bláa Lóninu.
Viðburðurinn er haldinn með fyrirvara um breytingar á fjöldatakmörkunum eða önnur fyrirmæli stjórnvalda.
Takmarkaður fjöldi þátttakenda.