Meðferðir, nudd og flot
Vellíðan huga, líkama og sálar

Einstök upplifun
Nudd ofan í heilandi vatni Bláa Lónsins er í senn undursamleg vellíðan og einstök upplifun. Nuddið sameinar slakandi áhrif nuddsins og heilandi eiginleika vatnsins í töfrandi umhverfi Bláa Lónsins.
Bóka núnaSlökunarnudd 30 mínútur
From ISK 20 900
Slökunarnudd 60 mínútur
From ISK 28 900
Endurnærandi líkamsmeðferð 120 mínútur
From ISK 52 900
Hlýja, þyngdarleysi og vellíðan í Bláa Lóninu.
Að fljóta með flothettu í steinefnaríkri hlýju í einu af undrum veraldar er í senn slakandi og hjálpar huganum að kyrrast. Þú finnur samhljóm með vatninu og umhverfinu, sem meðferðaraðili ýtir undir af nærgætni og hlýju. Dáleiðandi samspil þyngdarleysis og þægilegs nudds mýkir líkamann, róar hugann og lyftir andanum–dregur úr streitu, linar verki og stuðlar að innri friði.
Bóka núnaEinstaklingsflot
ISK 25 900
Paraflot á mann
ISK 20 950 per person
Hópflot á mann
Frá ISK 10 900
Snyrtimeðferðir í Retreat Spa
Snyrtimeðferðir í Retreat Spa endurnæra húðina, draga fram ljóma hennar og eru dásamleg slökun. Þær eru sérsniðnar fyrir ólíkar huðgerðir en eiga það allar sameiginlegt að sækja virkni sína í tímalausan fjársjóð jarðsjávarins—kísilinn, þörungana og steinefnin.
- Vinsamlegast sendið tölvupóst á netfangið contact@bluelagoon.is til að bóka meðferð.
Bóka Retreat SpaNudd í Retreat Spa
Endurnýjun, heilsubót og slökun í glæsilegum neðanjarðarsvítum í Retreat Spa. Sefandi samspil þrýstings og slökunar losar um uppsafnaða spennu, streitu og þreytu og færir þér frið og ró.
- Vinsamlegast sendið tölvupóst á netfangið contact@bluelagoon.is til að bóka meðferð.
Bóka Retreat SpaEndurnýjun. Hlýja. Slökun.

Upplifðu Retreat Spa

