Vellíðan og væntumþykja

Frá 14. – 22. febrúar eru dagar vellíðunar og væntumþykju í Bláa Lóninu. Fagnaðu ástinni, vináttunni og öllu þar á milli í einstöku umhverfi. 

Bóka

Alls konar ást

Dagar vellíðunar og væntumþykju hefjast á Valentínusardaginn og lýkur á hinum séríslenska konudegi. Það er því kjörið að nýta tækifærið og dekra við einhvern sem þú elskar, eða njóta lífsins á eigin vegum.

Innifalið

  • Aðgangur að Bláa Lóninu 

  • Afnot af handklæði og baðslopp 

  • Silica Mud Mask á maskabarnum 

  • Tveir maskar til viðbótar á maskabarnum 

  • Einn drykkur að eigin vali 

  • Húðvörugjafir til eignar: Silica Mud Mask (30 ml) og Mineral Mask (30ml) að andvirði 11.800 kr. 

  • Þriggja rétta matseðill á Lava, með glasi af Moët kampavíni 

     

Vellíðan og væntumþykja

Fögnum alls konar ást í fallegu umhverfi Bláa Lónsins og dekrum við okkur í dagsins önn.  

Hápunktar

Þriggja rétta máltíð

Við erum búin að setja saman dásamlegan þriggja rétta matseðil að hætti Lava sem þú og þínir geta notið. Glas af Moët kampavíni fylgir með.

Húðvörugjafir

Húðvörur frá Blue Lagoon Skincare fylgja með í pakkanum. Þú færð Silica Mud Mask (30ml), sem er okkar vinsælasta vara, og margverðlaunaðan Mineral Mask (30 ml). Gjafirnar bíða þín þegar þú tékkar þig inn.

Bættu við upplifunina   

Leyfðu þér auka slökun og prófaðu meðferðir í vatni. 

 

Blue Lagoon

Nudd í vatni

Verð frá ISK 20 900

Njóttu þess að líða um í þyngdarleysi í undursamlegri náttúru. Nudd í vatni Bláa Lónsins er einstakt á heimsvísu. 

Flot í Bláa Lóninu

Verð frá ISK 20 950

Flotmeðferð losar um spennu og hvílir þreytta vöðva. Þú líður um í vatninu og nýtur þess að upplifa samspil líkamlegrar hvíldar, andlegrar kyrrðar og heilandi náttúru.

Vellíðan og væntumþykja

Tryggðu þér aðgang og fagnaðu alls konar ást með okkur. 

Bóka

Bláa Lónið Norðurljósavegur 9 240 Grindavík Sjá á korti

+354 420 8800

Hafa samband

Mín bókun