Hvers vegna er Bláa Lónið blátt?

Vatnið í Bláa Lóninu er einstakt á heimsívsu.

Eitt af undrum veraldar

Vatnið í Bláa Lóninu er eitt af undrum veraldar og finnst hvergi annars staðar í heiminum. Þessi einstaka auðlind á uppruna sinn djúpt í berglögum Íslands þar sem sjór og bergvatn renna saman á tveggja kílómetra dýpi undir miklum þrýstingi þar sem náttúrulegur jarðvarmi leikur einnig mikilvægt hlutverk. Hitinn, dýpið og þrýstingurinn móta þennan samruna bergvatns og sjávar og úr verður jarðsjór: vatn sem er ríkt af kísli, steinefnum og örþörungum. En hvers vegna er þetta vatn blátt á að líta?

Samspil kísils og ljóss

Vatnið í Bláa Lóninu inniheldur talsvert magn af efnasambandi kísils (Si) og súrefnis (O). Þetta efnasamband inniheldur tvöfalt fleiri einingar af O heldur en Si og hefur því efnatáknið SiO2. Þetta efnasamband er einkennandi fyrir Bláa Lónið. Í daglegu tali er einmitt talað um kísilinn í Bláa Lóninu. En hvernig stuðlar kísillinn að bláa litnum?

Augað greinir sólarljósið sem hvítt ljós, en sólarljós er hins vegar samsett úr öllum þeim litum sem við getum séð. Hver litur á sína bylgjulengd, eða öldulengd. Bláa ljósið dreifist mest, því bylgjulengd þess er styst, og þess vegna er himininn einmitt blár á að líta. Svipað er uppi á teningnum þegar kemur að vatninu í Bláa Lóninu. Kísilagnirnar í vatninu, sem eru örlitlar, endurkasta helst stuttum bylgjulengdum ljóss. Bláa ljósið dreifist því mest hér líka.

Blái litur lónsins er mest áberandi þegar sólin skín en þegar skýjað er eða kvöldbirtan er allsráðandi breytist ásýnd vatnsins líka. Það er því ávallt eitthvað nýtt að sjá þegar Bláa Lónið er heimsótt.

When sunlight strikes a molecule of silica, blue is the only color that is reflected.

Aðrar sögur

Blue Lagoon

Bláa Lónið Umhverfisfyrirtæki ársins 2021

6. okt. 2021

Blue Lagoon

Vatnið í Bláa Lóninu: gagnleg áhrif af „gjöf jarðvarmans“

16. ágúst 2021

Moss Restaurant

Að komast á bragðið: íslenskur kavíar

9. maí 2025

Blue Lagoon

Hvað gerir Bláa Lónið að einu af undrum veraldar?

12. maí 2025

Blue Lagoon

Húðmeðferð Bláa Lónsins

17. ágúst 2021

Veggur úr hrauni

21. júlí 2021

Bláa Lónið Norðurljósavegur 9 240 Grindavík Sjá á korti

+354 420 8800

Hafa samband

Mín bókun