Blue Café
Við útbúum ljúffengar veitingar í eldhúsum okkar alla daga, allan ársins hring. Komdu við fyrir eða eftir heimsókn í Bláa Lónið eða í næsta sunnudagsbíltúr. Andrúmsloftið er afslappað, en hvergi er slakað á í gæðum.

Heimagert en líka fljótlegt
Á Blue Café er sjálfsagt að dvelja stundarkorn og horfa yfir fagurt lónið, því nóg er af sætum. Þú getur líka tekið smá nesti með þér þar sem öllu er pakkað inn í umhverfisvænar umbúðir. Svo eru grænmetis- og grænkeravalkostir líka í boði.
Þú finnur Blue Café rétt handan við innritunarborðið að Bláa Lóninu.
Ferskt er valið
Við vinnum aðeins með gæðahráefni úr okkar nærumhverfi og eldhúsin okkar og bakarí galdra fram ferska, holla og ljúffenga valkosti alla daga vikunnar.
Opnunartími og upplýsingar
Opnunartími Sumar opnunartími 1. júní-20. ágúst: 07:00-00:00 Vetrar opnunartími 21. ágúst til 31. maí: 08:00-22:00
Hátíðisdagar Aðfangadagur: 08:00-16:00 Gamlársdagur: 08:00-18:00

