Heilandi kvöld í kyrrð

Einstakur viðburður þar sem einblínt er á meðferðir í vatni, slakandi hljóðheilun og endurnærandi upplifanir til að bæta líðan. Viðburðurinn verður haldinn dagana 20. og 21. júní. 

Bóka

Kyrrð. Friðsæld. Jafnvægi.

Í boði 20. og 21. júní kl. 18:00-01:00. Aðeins í boði með Premium aðgangi.

Vellíðan undir miðnætursól

Einstakur sumarsólstöðuviðburður sem miðar að endurnærandi slökun og bættri líðan. Gestir verða kynntir fyrir flotmeðferð auk þess sem boðið verður upp á hljóðheilun undir leiðsögn Saraswati og fleiri einstakar upplifanir sem ætlað er að auka vellíðan. Viðburðurinn stendur yfir kl. 18:00-01:00 (gestir eru beðnir um að fara upp úr hálftíma fyrir lokun).

Blue Lagoon

Innifalið

  • Aðgangur að Bláa Lóninu til kl. 01:00

  • Grænn heilsudrykkur borinn fram ofan í lóninu og á öðrum svæðum

  • Sögustund (hefst kl. 20.00 og 22:00)

  • Hljóðheilun með Saraswati (hefst eftir sögustund)

  • Flotkynning (í boði frá kl. 18:30-23:00)

  • Þrír anditsmaskar á maskabarnum

  • Tveir drykkir

  • Afnot af slopp og handklæði

Þér er boðið

Gestir viðburðarins verða kynntir fyrir flotmeðferð auk þess sem boðið verður upp á hljóðheilun undir leiðsögn Saraswati.

Hljóðheilun

Upplifðu kraftmikla og dáleiðandi hljóðheilun undir leiðsögn Saraswati. Hún notar tóna og tíðni frá söngskálum, gongum, lýrum og hörpum til að gera þátttakendum kleift að hverfa inn í djúpt flæði og heilandi slökunarástand. Gestum viðburðarins er boðið í sögustund sem lýkur með hljóðheilun. Í boði kl. 20:00 og 22:00.

Bættu upplifunina

Bókaðu slakandi nudd í vatni eða bættu við bragðgóðum veitingum til að gera kvöldið ógleymanlegt. Þú getur bætt við aukaþjónustu í bókunarferlinu.

Blue Lagoon Signature Massage

Nudd í vatni

19.900 kr. 30 mínútna nudd Hægt að bóka frá kl. 18:30 Bókaðu slakandi nudd í hlýju og steinefnaríku vatninu.

Lava Restaurant at the Blue Lagoon Iceland

Fjögurra rétta matseðill

11.990 kr. Boðið verður upp á sérstakan fjögurra rétta matseðil á veitingastaðnum Lava. Þar geta gestir notið ferskra, nærandi og bragðgóðra veitinga með einstakt útsýni yfir vatnið.

Bóka viðburð

Slökun og vellíðan

Ekki missa af þessum einstaka viðburði. Tryggðu þér pláss þann 20. eða 21. júní og búðu þig undir að skapa ógleymanlegar minningar undir miðnætursól. Aðeins í boði með Premium aðgangi.

Bóka núna

Blue Lagoon Iceland

Bláa Lónið Norðurljósavegur 9 240 Grindavík Sjá á korti

+354 420 8800

Hafa samband

Mín bókun